Um okkur
Við erum bræðurnir Svenni og Villi og saman bjuggum við til netverslunina svevil.is. Nafnið á síðunni kemur frá okkur báðum - Svenni og Villi. Í sumar unnum við báðir við það að hanna vefsíðuna og að koma henni í gang.
Markmið okkar með henni er að safna reynslu og um leið að fjármagna ferðir tengdar íþróttunum sem við stundum, handbolta og körfubolta. Við erum báðir á öðru ári í Verzlunarskóla Íslands.
Eins og er bjóðum við upp á þráðlausa hleðslubanka. Við eigum sjálfir svona banka en okkur finnst þeir einstaklega sniðugir, flottir og nettir. Þetta er samt bara byrjunin á okkar ævintýri og í framtíðinni stefnum við að því að bjóða upp á fleiri spennandi vörur.
Svenni og Villi.